Fróðleiksmolar

Merino ull

Hrein, mjúk og veldur ekki kláða. Lillelam notar merino ull af hæsta gæðaflokki á markaðnum, Flíkurnar valda hvorki kláða né ertingu.

Sjálfhreinsandi. Sem umhverfisþáttur er þetta mikilvægt, ullin er oft hengd upp til loftunar í stað þess að vera þvegin. Það er oft nóg.

Ofnæmisprófuð. Merino ullin er ofnæmisprófuð og kemur í veg fyrir ofnæmi/exem.

Stýrir stöðugum líkamshita í bæði hita og kulda. Þetta er sérstaklega mikilvægur eiginleiki fyrir lítil kríli. Merino ullin andar og stjórnar náttúrulegum líkamshita eftir hreyfingum barnsins.

Slitsterk og hágæða. Góð ullarföt hafa langan endingartíma.

Verndar gegn UV-geislum. Ullin gleypir útfjólubláa geisla og verndar þannig húðina.