Í vagninn
Fatnaðurinn frá Lillelam er frábær fyrir lítil kríli sem sofa út í vagni. Það er meðal annars vegna þess að þau hafa litla hitastjórnun sjálf og ullin hjálpar þeim við að halda stöðugum líkamshita. Það þýðir að hún kemur bæði í veg fyrir að barninu verði of heitt og að því verði of kalt. Ullin andar vel en það er mikilvægt að hún sé sem næst húðinni til þess að hún einangri sem best. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ullin bæti einnig svefngæði, þ.e. stuðli að betri og lengri svefni.
Innsta lag: Undirfötin frá Lillelam eru góð sem innsta lag. Þau einangra vel og þannig ætti barninu ekki að verða kalt né of heitt. Þau eru létt og valda ekki kláða.
Miðlag og ysta lag: Heilgallinn ásamt fylgiflíkum úr BASIC línunni getur nýst bæði sem mið og ysta lag, allt eftir því hversu kalt er úti. Þegar komið er í mínus gráðurnar er gott að vera með miðlag. Ef ekki er mikið frost er yfirleitt nóg að vera með innsta og ysta lag. Þá er hægt að nota heilgallann sem ysta lag. Flíkurnar valda ekki kláða og eru dásamlega mjúkar.