ORAN SEGIR NEI

2490kr.

Add to compare

ORAN vantar eitthvað en neitar öllu sem GUTAN býður honum. GUTAN skilur ekki hvað amar að ORAN en finnur að lokum leið til þess að fá ORAN til að taka gleði sína á ný.

Ekkert til sem heitir fullkomið uppeldi
Leiðin til góðs uppeldis er leið hins gagnkvæma skilnings. ORAN og GUTAN bækurnar hvetja lesendur til að átta sig á að erfiðleikar eru eðlilegur hluti samskipta, oft skemmtilegir í upprifjun. Hver hindrun gefur foreldri/umsjónarmanni tækifæri til að mynda sterkari tengsl við barnið.

Það er kominn tími til að gefa út nýja tegund barnabóka
Hvers vegna hafa fáar ungbarnabækur tilfinningahlaðna söguframvindu? Ástæðan er sú að lengi vel voru ung börn talin hafa lítinn skilning á tilfinningalífi og hugsunum annarra. Hins vegar hafa rannsóknir síðustu áratuga á sviði þroskasálfræði leitt í ljós að skilningur ungra barna á þessum þáttum er mun meiri en áður var talið. Lestur bókanna ýtir undir félagslegan og tilfinningalegan þroska barnanna.

Það er ástæða fyrir litleysi
ORAN og GUTAN bækurnar eru prentaðar í svarthvítu þar sem að ung börn geta betur greint hluti í svarthvítu.

Texti og myndir: Hiroe Terada