Skilmálar og skilyrði

Greiðsla:
Hægt er að velja á milli þess að greiða með visa, mastercard, netgíró eða með millifærslu.
Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti inniföldum.

Afhending:
Ef valið er að sækja vöru sjálfur er hún sótt í Hafnarbraut 12, Kópavogi. Það er þá hægt að gera samdægurs.
Allar vörur sem fara á pósthús eru sendar næsta virka dag eftir að pöntun hefur borist ásamt greiðslu. Pakkar undir 2kg. að þyngd í venjulegri stærð eru sendir í B pósti. Afhendingartími fer eftir afhendingartíma póstsins. Yfirleitt tekur vörurnar 1-3 virka daga að berast. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Við berum samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá okkur og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila. Kaupandi ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun.

Vöruskil:
Viðskiptavinur hefur 14 daga frá því að vara var keypt til þess að skila vörunni – að því tilskyldu að varan sé í sama ástandi og þegar hún var afhent. Þ.e. sé ekki þveginn eða skemmd á nokkurn hátt . Þá þarf miðinn að vera á vörunni og staðfesting viðskipta á greiðslukortayfirliti. Varan fæst þá endurgreidd en sendingarkostnaður ekki. Óski viðskiptavinur eftir að skila vörum skal hann hafa samband við okkur á netfangið bambi@bambi.is eða í síma 6911201 áður en varan er send til baka. Varan er endurgreidd innan 10 daga frá því að við fáum hana í hendur. Kaupandi greiðir sjálfur sendingarkostnað af vörum vegna vöruskila eða skipta. Ekki er tekið við skilavörum ef varan er send í póstkröfu eða á kostnað viðtakanda.

Útsölur:
Útsöluvörum fæst hvorki skipt né skilað.

Gölluð vara:
Sé vara gölluð eða stenst ekki væntingar kaupanda skal hann hafa samband við okkur á netfangið bambi@bambi.is eða í síma 6911201. Það skal þá gert sem fyrst eftir afhendingu og áður en vara er send til baka.
Athugið að vara telst ekki gölluð ef hún skemmist í þvotti en mikilvægt er að þvo ullina á réttan hátt. Hún telst heldur ekki gölluð ef hún hefur hlotið skaða vegna vanrækslu eða venjulegt slits. Með hverri flík fylgja góðar þvottaleiðbeiningar.

 

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar koma upp á bambi@bambi.is