Þvottaleiðbeiningar

Vörurnar frá Lillelam má þvo við 40°C ullarprógram. Mikilvægt er að nota eingöngu þvottaefni fyrir ull, þ.e. pH-laust þvottaefni sem er án ensíma. Það er til þess að varðveita alla eiginleika ullarinnar. Önnur hreinsiefni geta valdið því að trefjar leysist upp og geri gat á fötin. Fatnaðinn þarf að þvo með sömu litatónum. Ull hefur þann kost að ekki þarf að þvo hana jafn oft og td. bómul. Hún hreinsar sig að miklu leyti sjálf og er bakteríudrepandi.

Á miðanum sem fylgir hverri flík eru hagnýtar upplýsingar sem sniðugt er að koma fyrir inn í þvottahúsi og nýta sér þegar kominn er tími á þvott.